„Þetta var nóg. Skora tvö og halda hreinu. Við erum sáttir, þetta var kannski ekki jafn góður leikur og heima. Þeir voru sterkari, þéttari og sýndu aðeins meiri lit í þessum leik," sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir sigur Íslands gegn Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og það er ljóst að sigurvegarinn í þeim leik fer í umspil um sæti á HM.
„Ég held að allir í hópnum séu spenntir fyrir leiknum í Úkraínu. Þetta snýst allt um að ná okkur núna og vera 100% klárir í leikinn."
Úkraína er að spila gegn Frakklandi þessa stundina. Ef Frakkland vinnur dugir Íslandi jafntefli á sunnudaginn.
„Hann byrjar nokkuð seint. Þeir sem ná að halda sér vakandi horfa líklegast á hann. Við horfum á klippur til að vera sem best undirbúnir fyrir leikinn á sunnudaginn."
Athugasemdir























