Brasilíski markvörðurinn Ederson hefur útskýrt ákvörðun sína að yfirgefa Manchester City í sumar og ganga í raðir Fenerbahce í Tyrklandi.
Ederson eyddi átta árum hjá Man City og vann þar allt sem hægt er að vinna.
Síðustu ár var hann reglulega orðaður frá enska félaginu en í sumar varð það að veruleika. Hann fór til Fenerbahce og Gianluigi Donnarumma kom inn í hópinn í stað Ederson.
„Allt tekur endi, leikmenn koma og fara, en félagið verður alltaf áfram. Ég eyddi átta yndislegum árum í Man City treyjunni, vann 18 titla, en ég þurfti að breyta um umhverfi. Ég fagnaði því þegar Fenerbahce kom inn í myndina.“
„Ég er enn með sama hugarfarið og held áfram að leggja hart að mér utan vallar, alveg eins og ég gerði með sjúkraþjálfara mínum hjá Man City. Ég er enn sá sami og ég var hjá Benfica og Man City, með hugarfar sigurvegarans og ég vil halda því áfram hjá Fenerbahce,“ sagði Ederson.
Ederson hefur spilað tíu leiki fyrir Fenerbahce og haldið fimm sinnum hreinu.
Athugasemdir



