Enski framherjinn Patrick Bamford er í viðræðum við enska B-deildarfélagið Sheffield United en hann hefur verið án félags síðan í sumar.
Bamford, sem er 32 ára gamall, rifti samningi sínum við Leeds í sumar og hefur síðan þá verið í leit að nýju ævintýri.
Hann hefur síðustu vikur æft með lærisveinum Frank Lampard í Coventry City á meðan hann fer yfir mögulegana sem eru í boði en samkvæmt Sky Sports eru líkur á því að hann spili í B-deildinni.
Framherjinn er í viðræðum við fallbaráttulið Sheffield United en það kemur verulega á óvart miðað við atburði síðustu ára.
Bamford leiddi níðsöngva um Chris Wilder, stjóra Sheffield, á síðustu leiktíð er Leeds komst upp um deild en nokkrum árum áður hafði Wilder kallað Bamford hálfvita.
Heldur óvænt samstarf ef viðræðurnar ganga upp á milli þessara aðila.
Sheffield United er í 22. sæti með 10 stig en aðeins eru nokkrir mánuðir síðan liðið komst í úrslitaleik í umspili um sæti í úrvalsdeildina.
Athugasemdir


