Íslenska karlalandsliðið heimsækir Aserbaísjan í mikilvægum leik í undankeppni heimsmeistaramótsins klukkan 17:00 í dag.
Ísland er með 4 stig í 3. sæti D-riðils, þremur stigum frá Úkraínu sem er í umspilssæti.
Sigur gegn Aserum er því lífsnauðsynlegur til að eiga möguleika á að komast á HM.
Klukkan 19:45 mætast Frakkland og Úkraína, en þar treysta Íslendingar á að Frakkar klári dæmið og tryggi sæti sitt á HM.
U21 árs landsliðið heimsækir þá Lúxemborg í undankeppni Evrópumótsins.
Ísland er í 4. sæti riðilsins með 5 stig eftir fjóra leiki.
Leikir dagsins:
Landslið karla - HM 2026
17:00 Aserbaísjan-Ísland (Neftci Arena)
19:45 Frakkland-Úkraína (Parc des Princes)
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
18:30 Lúxemborg-Ísland (Stade Émile Mayrisch)
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir



