Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 14. nóvember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Líkur á að Ronaldo byrji HM í banni
Mynd: EPA
Það er útlit fyrir að Cristiano Ronaldo verði ekki með frá upphafi á HM 2026.

Þessi fertugi Portúgali lét reka sig af velli í 2-0 tapi gegn Írlandi í gær fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot.

Hann gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann sem þýðir að hann muni missa af lokaleiknum í undankeppninni og allt að fyrstu tveimur leikjunum á HM.

HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og hefst um miðjan júní á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner