Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Færeyjar úr leik eftir að hafa tekið forystuna
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það fóru spennandi leikir fram í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í kvöld þar sem Nick Woltemade skoraði bæði mörkin í sigri Þýskalands í Lúxemborg.

Leroy Sané og Ridle Baku lögðu mörkin upp fyrir Woltemade og deila Þjóðverjar toppsæti A-riðils eftir sigurinn.

Þýskaland er með 12 stig eftir 5 umferðir alveg eins og Slóvakía og mætast þjóðirnar í úrslitaleik um toppsæti riðilsins í lokaumferðinni.

Slóvakía rétt marði Norður-Írland með sigurmarki á lokamínútunum, eftir að mörk í síðari hálfleik frá Milan Skriniar og David Strelec voru dæmd af eftir nánari athugun í VAR-herberginu.

Pólland tók þá á móti Hollandi í toppslag og leiddu heimamenn í leikhlé þökk sé opnunarmarki Jakub Kaminski eftir stoðsendingu frá Robert Lewandowski.

Pólland spilaði mjög góðan fyrri hálfleik og verðskuldaði forystuna, en seinni hálfleikurinn var jafn og voru gestirnir frá Hollandi snöggir að jafna. Memphis Depay, markahæsti leikmaður í sögu hollenska landsliðsins, gerði jöfnunarmarkið á 47. mínútu.

Hvorugu liði tókst að gera sigurmark í seinni hálfleiknum og því urðu lokatölur 1-1, sem þýðir að Hollendingar eru komnir með níu tær á HM. Pólverjar fara í umspilið nema þeim takist að vinna upp 13 marka mun á Hollendingum í lokaumferðinni.

Færeyingar eru þá dottnir úr leik eftir tap í Króatíu, þrátt fyrir að ná forystunni í fyrri hálfleik. Geza David Turi skoraði en Josko Gvardiol jafnaði svo staðan var 1-1 í leikhlé.

Færeyingar þurftu á sigri að halda til að eiga möguleika á öðru sæti riðilsins en þeir réðu ekki við sterkt lið Króatíu. Petar Musa og Nikola Vlasic skoruðu sitthvort markið til að tryggja sigur heimamanna.

Króatía er þar með búin að tryggja sér farmiða á HM, en Færeyjar eru úr leik.

Gíbraltar tapaði að lokum fyrir Svartfjallalandi í þýðingarlitlum slag.

Luxembourg 0 - 2 Germany
0-1 Nick Woltemade ('49 )
0-2 Nick Woltemade ('69 )

Slóvakía 1 - 0 Norður-Írland
1-0 Tomas Bobcek ('91)
Rautt spjald: Dan Ballard, N-Írland ('99)

Pólland 1 - 1 Holland
1-0 Jakub Kaminski ('43 )
1-1 Memphis Depay ('47 )

Króatía 3 - 1 Færeyjar
0-1 Geza David Turi ('16 )
1-1 Josko Gvardiol ('23 )
2-1 Petar Musa ('57 )
3-1 Nikola Vlasic ('70 )

Gíbraltar 1 - 2 Svartfjallaland
1-0 Liam Jessop ('20 )
1-1 Vasilije Adzic ('33 )
1-2 Nikola Krstovic ('42 , víti)
Athugasemdir
banner