Reece James, varnarmaður enska landsliðsins vonast til að FIFA íhugi að breyta leiktímum á HM á næsta ári til að hjálpa leikmönnum að díla við gríðarlegan hita.
HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og hefst 11. júní. Lýst hefur verið yfir áhyggjum þar sem liðin þurfa líklega að standa frammi fyrir miklum hita.
HM fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó og hefst 11. júní. Lýst hefur verið yfir áhyggjum þar sem liðin þurfa líklega að standa frammi fyrir miklum hita.
James var með Chelsea á HM félagsliða í Bandaríkjunum í sumar en mörgum leikjum var seinkað vegna hitans og einhverjir leikmenn tjáðu sig um að hafa ekki liðið vel í hitanum.
„Það er gríðarlega erfitt að spila í þessum hita, sérstaklega fyrir okkur sem spila á Englandi, ég hef aldrei upplifað annað eins," sagði James.
„Það myndi klárlega hjálpa okkur að spila seinna á kvöldin þegar það er ekki svo heitt og mikill raki."
Athugasemdir


