Alsírska knattspyrnusambandið hefur augastað á yngri bróður Kylian Mbappe, Ethan, og reynir að sannfæra leikmanninn til að spila fyrir alsírska landsliðið.
Sambandið hefur lagt aukinn þunga á að sækja leikmenn með skipt þjóðerni fyrir komandi Afríkukeppni og HM á næsta ári.
Alsír hefur áður sótt leikmann frá Frakklandi, þekktasta dæmið eflaust Luca Zidane, sonur goðsagnarinnar Zinédine Zidane, sem valdi að leika fyrir Alsír.
Móðir Mbappé bræðranna er frá Alsír, hins vegar er faðir þeirra frá Kamerún en þeir báðir fæddir í Frakklandi. Því á Ethan möguleika á að spila fyrir þrjú mismunandi landslið. Kylian, líkt og alþjóð veit, er fyrirliði franska landsliðsins.
Ethan, sem er átján ára gamall, er liðsfélagi Hákons Arnar Haraldssonar hjá franska félaginu Lille. Á tímabilinu hefur hann komið við sögu í fimm leikjum og skorað í þeim tvö mörk.




