Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 17:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir.is 
Sjáðu markið: Jói Berg lagði upp í 100. leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er í góðri stöðu þegar búið er að flauta til hálfleiks í Aserbaísjan en Sverrir Ingi Ingason kom Íslandi í 2-0 þegar hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni

Leikurinn í kvöld er 100. landsleikur Jóa Berg en sá fyrsti kom einmitt gegn Aserbaísjan og hann lagði upp á Grétar Rafn Steinsson í þeim leik.

Lestu um leikinn: Aserb­aísjan 0 -  2 Ísland

„Aukaspyrna um 25 metrum frá marki tekin stutt. Boltinn settur út til vinstri á Jóhann Berg sem teiknar boltann inn á hættusvæðið. Þar mætir Sverrir Ingi og skallar boltann í gagnstætt horn. Frábært mark á frábærum tímapunkti," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í textalýsingu leiksins.

Þetta var fjórða landsliðsmark Sverris Inga en síðasta mark hans kom fyrir níu árum í æfingaleik gegn Möltu.


Athugasemdir
banner
banner