Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son segist ekki vera að snúa aftur í Evrópuboltann í janúar.
Son yfirgaf Tottenham í sumar og gekk í raðir Los Angeles FC í Bandaríkjunum.
Það hefur oft verið þannig með leikmenn sem fara í bandarísku deildina að þeir geri stuttan lánssamning í janúar á meðan það er hlé á deildinni þar en það kemur ekki til greina hjá Son.
„Ég mun ekki yfirgefa LAFC í vetur eða nokkurn tímann á meðan ég er samningsbundinn liðinu. Ég ber ómælda virðingu fyrir þessu félagi,“ sagði Son.
„Á meðan ég klæðist þessari treyju mun ekki koma til greina að fara á lán. Ekki séns.“
Son hefur tekið MLS-deildina með stormi og komið að fjórtán mörkum í tólf leikjum sínum með liðinu sem er komið í aðra umferð í úrslitakeppni deildarinnar.
Athugasemdir




