Roberto Mancini hefur skrifað undir þriggja ára samnig við katarska liðið Al-Sadd. Liðið situr í 6. sæti í efstu deild í Katar með 14 stig eftir níu leiki.
Mancini stýrði síðast sádi-arabíska landsliðinu, en hætti störfum á síðasta ári eftir slakt gengi.
Hann var á dögunum orðaður við stjórastöðuna hjá bæði Nottingham Forest og Juventus.
Mancini stýrði áður ítalska landsliðinu, Manchester City, Inter, Fiorentina, Lazio og Galatasaray.
Athugasemdir


