Það er nóg um að vera í vináttulandsleikjum víða um heim þessa dagana. Í dag ferðuðust ríkjandi heimsmeistarar Argentínu til Angólu og tókst að fara með sigur af hólmi.
Lionel Messi og Lautaro Martínez lögðu upp fyrir hvorn annan í 0-2 sigri.
Í gær skoraði Son Heung-min í sigri Suður-Kóreu gegn Bólivíu ásamt liðsfélaga sínum Cho Gue-Sung, sem er lykilmaður í liði FC Midtjylland ásamt Elíasi Rafni Ólafssyni.
Takumi Minamino skoraði þá í sigri Japan gegn Gana og átti Takefusa Kubo stoðsendingu.
Tomas Soucek klúðraði vítaspyrnu en bætti upp fyrir það með að gera eina mark leiksins í sigri Tékklands gegn smáþjóð San Marínó á meðan Mohamed Salah lék allan leikinn í liði Egyptalands sem tapaði fyrir Úsbekistan.
Sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar tapaði þá gegn Sádi-Arabíu og gerði Kanada jafntefli við Ekvador.
Angóla 0 - 2 Argentína
0-1 Lautaro Martinez ('43)
0-2 Lionel Messi ('82)
Suður-Kórea 2 - 0 Bólivía
1-0 Son Heung-min ('57)
2-0 Cho Gue-Sung ('88)
Japan 2 - 0 Gana
1-0 Takumi Minamino ('16)
2-0 Ritsu Doan ('60)
Tékkland 1 - 0 San Marínó
0-0 Tomas Soucek, misnotað víti ('31)
1-0 Tomas Soucek ('40)
Úsbekistan 2 - 0 Egyptaland
Sádi-Arabía 1 - 0 Fílabeinsströndin
Kanada 0 - 0 Ekvador
Túnis 3 - 2 Jordanía
Marokkó 1 - 0 Mósambík
Búrkína Fasó 3 - 2 Níger
Norður-Makedónía 0 - 0 Lettland
Litháen 0 - 0 Ísrael
Alsír 3 - 1 Simbabve
Kenía 0 - 1 Miðbaugs-Gínea
Óman 2 - 0 Súdan
Úganda 2 - 1 Tsjad
Kómoreyjar 1 - 0 Namibía
Íran 0 - 0 Grænhöfðaeyjar
Íran vann í vítakeppni
Bangladess 2 - 2 Nepal
Taíland 3 - 2 Singapúr
Indía 6 - 1 Bútan
Hong Kong 1 - 1 Kambódía
Athugasemdir



