Ísland 3 - 0 Andorra
1-0 Gunnar Orri Olsen ('9)
2-0 Gunnar Orri Olsen ('41)
3-0 Viktor Bjarki Daðason ('90)
1-0 Gunnar Orri Olsen ('9)
2-0 Gunnar Orri Olsen ('41)
3-0 Viktor Bjarki Daðason ('90)
Íslenska U19 landsliðið lenti ekki í vandræðum gegn smáþjóð Andorra er þjóðirnar mættust í undankeppni fyrir EM í morgun.
Strákarnir okkar töpuðu naumlega gegn Finnum í fyrstu umferð en tókst að sigra 3-0 gegn Andorra í dag.
Gunnar Orri Olsen og Viktor Bjarki Daðason, leikmenn FC Kaupmannahafnar, sáu um markaskorunina.
Gunnar Orri skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Viktor Bjarki, sem hefur verið mikið í kringum aðallið FCK að undanförnu þrátt fyrir ungan aldur, innsiglaði sigurinn.
Strákarnir mæta heimamönnum í liði Rúmeníu í lokaumferðinni á þriðjudag.
Athugasemdir


