Fyrrum FH-ingurinn, Brandur Olsen, skoraði mark ársins í færeyska boltanum en Televarpið hélt utan um kosningu á flottasta markinu.
Brandur spilaði með FH-ingum árin 2018 og 2019 og er af mörgum talinn einn sá hæfileikaríkasti sem spilað hefur í Bestu deildinni. Á tíma sínum FH skoraði hann 13 deildarmörk í 39 leikjum.
Hann átti stórkostlegt tímabil með NSÍ Runavík þar sem hann kom að 24 mörkum er liðið hafnaði í 3. sæti færeysku deildarinnar í ár og var stórfenglegt mark hans í 7-1 sigri á Suduroy valið það besta í ár.
Aukaspyrnan var af einhverjum 35 metrum og skaut hann boltanum hnitmiðað í samskeytin vinstra megin.
Hægt er að sjá þetta frábæra mark hér fyrir neðan.
FAROESE GOAL OF THE YEAR 2025 - BRANDUR HENDRIKSSON.
— Nordic Footy ???????????????????????????? (@footy_nordic) November 12, 2025
The free kick from the Faroese forward has been chosen as the Faroese Premier League Goal of the Year for 2025.
And what a goal it is…
Voted for by viewers of Televarpið???? pic.twitter.com/FIVifYktlm
Athugasemdir



