Íslenska landsliðið tryggði sér úrslitaleik gegn Úkraínu um umspilssæti með því að vinna 2-0 útisigur gegn Aserbaísjan í Bakú í kvöld.
Það var gleði í klefa íslenska liðsins eftir sigurinn og Arnar Gunnlaugsson og Guðlaugur Victor Pálsson stýrðu léttum fögnuði eins og sjá má í myndbandi sem KSÍ hefur birt.
Strákarnir okkar gáfu sér smá tíma til að fagna en nú er strax hafinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi á sunnudaginn.
Íslenska liðið flýgur til Varsjá á morgun en þar verður leikurinn, klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
Það var gleði í klefa íslenska liðsins eftir sigurinn og Arnar Gunnlaugsson og Guðlaugur Victor Pálsson stýrðu léttum fögnuði eins og sjá má í myndbandi sem KSÍ hefur birt.
Strákarnir okkar gáfu sér smá tíma til að fagna en nú er strax hafinn undirbúningur fyrir leikinn gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi á sunnudaginn.
Íslenska liðið flýgur til Varsjá á morgun en þar verður leikurinn, klukkan 17:00 að íslenskum tíma.
Lestu um leikinn: Lúxemborg U21 1 - 3 Ísland U21
Athugasemdir



