Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Íslendingavaktin 
Eggert Aron meðal efnilegustu leikmanna norska boltans
Mynd: EPA
Eggerton Aron Guðmundsson leikmaður Brann í efstu deild í Noregi er á meðal leikmanna sem eru tilnefndir sem efnilegasti leikmaður deildarinnar fyrir árið sem er að líða.

Eggert Aron er einn af sex leikmönnum sem eru tilnefndir og eru skilyrðin að hafa leikið að minnsta kosti 1260 mínútur í 14 deildarleikjum. Eingöngu leikmenn fæddir 2004 eða síðar koma til greina í valið.

Verðlaunin verða veitt eftir lokaumferðina sem fer fram sunnudaginn 30. nóvember. Leikmenn í norsku úrvalsdeildinni kjósa um verðlaunin ásamt norskum landsliðsmönnum sem leika erlendis.

Eggert, sem leikur undir stjórn Freys Alexanderssonar, hefur skorað fimm mörk og lagt önnur fimm upp í 27 deildarleikjum með Brann í ár. Liðið er í harðri baráttu við Tromsö um sæti í Evrópudeildinni.

   13.11.2025 21:10
Eggert Aron kallaður upp í A-landsliðið

Athugasemdir
banner
banner