Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 16:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur bauð í Viktor Frey
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í markmannsleit eins og kom fram hér á Fótbolta.net í síðustu viku. Pálmi Rafn Arinbjörnsson lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið og Víkingi vantar í mann hans stað.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net bauð Víkingur í Viktor Frey Sigurðsson sem var aðalmarkmaður Fram á liðnu tímabili. Tilboðinu var hafnað.

Viktor, sem er 25 ára, er uppalinn hjá Breiðabliki og Leikni og steig svo sín fyrst skref í meistaraflokki með Leikni. Hann var þar þangað til fyrir ári síðan þegar hann samdi við Fram.

Hann kom til Fram þar sem Ólafur Íshólm Ólafsson var aðalmarkmaður en snemma móts var Viktor orðinn aðalmarkmaður. Hann átti mjög gott tímabil hjá Fram og var valinn besti leikmaður tímabilsins á lokahófi félagsins

Viktor er samningsbundinn Fram út næsta ár.
Athugasemdir
banner