Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fös 14. nóvember 2025 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Snær eftirsóttur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aron Snær Friðriksson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net rætt við Njarðvík um áframhaldandi samning við félagið en samningur hans er að renna út.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur annað félag í Lengjudeildinni áhuga á því að fá hann í sínar raðir og einnig er áhugi úr Bestu deildinni.

Aron, sem er 28 ára, fékk á sig fæst mörk allra í Lengjudeildinni, 24 mörk í 21 leik.

Hann er uppalinn í Grindavík og í Breiðabliki. Hann hefur spilað fyrir Breiðablik, Tindastól, Vestra, Fylki, KR og Njarðvík á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner