Lúxemborg U21 1 - 3 Ísland U21
0-1 Ágúst Orri Þorsteinsson ('14 )
0-2 Haukur Andri Haraldsson ('25 )
1-2 Miguel Goncalves ('50 )
1-3 Eggert Aron Guðmundsson ('52 )
1-3 Hilmir Rafn Mikaelsson ('80 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
0-1 Ágúst Orri Þorsteinsson ('14 )
0-2 Haukur Andri Haraldsson ('25 )
1-2 Miguel Goncalves ('50 )
1-3 Eggert Aron Guðmundsson ('52 )
1-3 Hilmir Rafn Mikaelsson ('80 , misnotað víti)
Lestu um leikinn
Íslenska U21 landsliðið heimsótti jafnaldra sína frá Lúxemborg í undankeppni EM í kvöld.
Ágúst Orri Þorsteinsson kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Benoný Breka Andréssyni. Haukur Andri Haraldsson bætti öðru markinu við þegar hann lyfti boltanum yfir markvörð Lúxemborg.
Ísland var með verðskuldaða forystu í hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn snemma í seinni hálfleik. Íslenska liðið svaraði strax þegar Eggert Aron Guðmundsson kom boltanum í netið.
Hilmir Rafn Mikaelsson gat innsiglað sigurinn þegar Ísland fékk vítaspyrnu en það var varið frá honum. Það kom ekki að sök þar sem Ísland fór með sigur af hólmi.
Ísland er í 2. sæti riðilsins með átta stig eftir fimm umferðir. Færeyingar eru með níu stig á toppnum. Sviss er í 3. sæti með sjö stig og á tvo leiki til góða. Frakkland er í 4. sæti með sex stig og á þrjá leiki til góða.
Athugasemdir



