Búið er að staðfesta byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan en Jóhann Berg Guðmundsson mun byrja í sínum 100. landsleik eins og greint hafði verið frá.
Kristian Hlynsson kemur einnig inn í byrjunarliðið, Logi Tómasson hefur verið veikur og er ekki klár í að byrja svo Mikael Egill Ellertsson verður í bakverði. Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn eftir að hafa verið í leikbanni í jafnteflinu gegn Frakklandi.
Frá Frakkaleiknum fara því Logi, Sævar Atli Magnússon (meiddur) og Daníel Tristan Guðjohnsen úr liðinu. Inn koma Jói Berg, Kristian og Andri.
Ísland þarf sigur í kvöld til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudaginn, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Kristian Hlynsson kemur einnig inn í byrjunarliðið, Logi Tómasson hefur verið veikur og er ekki klár í að byrja svo Mikael Egill Ellertsson verður í bakverði. Andri Lucas Guðjohnsen kemur inn eftir að hafa verið í leikbanni í jafnteflinu gegn Frakklandi.
Frá Frakkaleiknum fara því Logi, Sævar Atli Magnússon (meiddur) og Daníel Tristan Guðjohnsen úr liðinu. Inn koma Jói Berg, Kristian og Andri.
Ísland þarf sigur í kvöld til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni á sunnudaginn, um sæti í umspilinu. Ef Úkraína tapar gegn Frakklandi mun Íslandi þá nægja jafntefli í þeim leik.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 1 Ísland
Landslið karla - HM 2026
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Frakkland | 4 | 3 | 1 | 0 | 9 - 3 | +6 | 10 |
| 2. Úkraína | 4 | 2 | 1 | 1 | 8 - 7 | +1 | 7 |
| 3. Ísland | 4 | 1 | 1 | 2 | 11 - 9 | +2 | 4 |
| 4. Aserbaísjan | 4 | 0 | 1 | 3 | 2 - 11 | -9 | 1 |
Athugasemdir



