Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 21:10
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Eggert Aron kallaður upp í A-landsliðið
Eggert Aron kemur inn í A-landsliðið.
Eggert Aron kemur inn í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Brann í Noregi, hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A-landsliðsins fyrir leikinn við Úkraínu í Varsjá á sunnudag.

Eggert á tvo leiki með A landsliðinu – vináttuleiki í janúar á síðasta ári.

Eggert kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Mikael Anderson sem ferðaðist ekki til móts við landsliðið vegna meiðsla.

Eggert skoraði í sigri U21-landsliðið gegn Lúxemborg í kvöld en hann flýgur beint til Póllands og tekur þátt í undirbúningnum fyrir leikinn gegn úkraínska liðinu. Sá leikur verður úrslitaleikur um sæti í umspilinu fyrir HM.

Hann hefur spilað hörkuvel með Brann á tímabilinu, meðal annars í Evrópudeildinni þar sem liðið hefur verið að ná öflugum úrslitum.
Athugasemdir