Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
banner
   lau 15. nóvember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM í dag - Dauðafæri fyrir Kósovó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Það eru tíu leikir á dagskrá í undankeppni Evrópuþjóða fyrir HM í dag og í kvöld þar sem nóg er af spennandi og mikilvægum einvígum.

Belgía getur tryggt sér sæti á HM með sigri í Kasakstan í fyrsta leik dagsins, áður en Spánverjar fá tækifæri til að koma níu tám á lokamótið þegar þeir heimsækja Georgíu.

Í B-riðli þurfa Svíar á sigri að halda gegn Sviss í fyrsta leik Graham Potter við stjórnvölinn á meðan Kósovó fer í heimsókn til Slóveníu í mikilvægum slag. Kósovó getur tryggt sér 2. sæti riðilsins með sigri og mögulega jafnað Svisslendinga á stigum í toppsætinu.

Skotar og Danir eru þá í harðri baráttu um toppsætið í C-riðli. Skotland heimsækir Grikkland á meðan Danmörk fær Belarús í heimsókn.

Bosnía og Rúmenía mætast í hálfgerðum úrslitaleik í toppbaráttu H-riðils á sama tíma og Austurríki gæti fengið tækifæri til að tryggja sér toppsætið. Austurríkismönnum nægir sigur gegn Kýpur og hagstæð úrslit í Bosníu til að tryggja sér sæti á HM.

Leikir dagsins
14:00 Kasakstan - Belgía
17:00 Tyrkland - Búlgaría
17:00 Kýpur - Austurríki
17:00 Liechtenstein - Wales
17:00 Georgía - Spánn
19:45 Slóvenía - Kósovó
19:45 Sviss - Svíþjóð
19:45 Grikkland - Skotland
19:45 Bosnía - Rúmenía
19:45 Danmörk - Belarús
Athugasemdir
banner