Þýska félagið Mainz 05 hefur tapað áfrýjunarmáli gegn Anwar El Ghazi, vegna ólögmætrar uppsagnar.
Mainz rifti samningi leikmannsins í nóvember 2023 eftir að hann birti færslur á samfélagsmiðlum um átökin í Gaza, en í júlí 2024 úrskurðaði þýskur dómstóll að ummælin féllu undir tjáningarfrelsi og uppsögnin hefði því verið ólögmæt.
Félagið áfrýjaði málinu, en dómstóll í Rheinland Pfalz staðfesti á miðvikudag fyrri niðurstöðu.
El Ghazi fagnaði úrskurðinum og segir í tilkynningu á samfélagmiðlinum X að dómurinn sendi skýr skilaboð um að það sé bannað að þagga niður í þeim sem tala fyrir góðu málefni.
„Regluleg töp á vellinum virðast greinilega ekki nægja stjórn félagsins, því hún sækir sífellt fleiri töp fyrir þýskum dómstólum. Ég er þakklátur þýskum dómstólum fyrir að tryggja réttlæti og sjá í gegnum órökstuddar og fáránlegar ásakanir félagsins,“ segir meðal annars í tilkynningu El Ghazi.
Another day, another hearing, another appeal but still the same old outcome; a loss for FSV Mainz 05.
— Anwar El Ghazi (@elghazi1995) November 13, 2025
Regular defeats on the football pitch clearly aren’t enough for the board of the club so they keep coming back for more losses in the German courts !
I am grateful to the… pic.twitter.com/Hs1N3F0GmH

