Real Madrid og Lyon eru komin langt á veg í viðræðum um að brasilíska ungstirnið Endrick fari til franska félagsins í janúar á lánssamningi út tímabilið.
Endrick hefur aðeins spilað 14 mínútur undir stjórn Xabi Alonso á tímabilinu og hafa fjölmörg félög sýnt áhuga á að fá leikmanninn á láni.
Hann gekk til liðs við Real frá brasilíska liðinu Palmeiras í fyrrasumar 2024 og skoraði hann sjö mörk á sínu fyrsta tímabili með spænska stórliðinu.
Hann stefnir einnig á að vinna sér aftur inn sæti í brasilíska landsliðinu fyrir HM á næsta ári, hann hefur spilað fjórtán landsleiki.
Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri hans hjá Real, valdi hann ekki í brasilíska hópinn í þessum glugga vegna skorts á leikformi.
Athugasemdir

