Íslenska landsliðið lenti um 17 að staðartíma í Varsjá, höfuðborg Póllands. Þar verður úrslitaleikur Úkraínu og Íslands um sæti í umspilinu fyrir HM.
Liðið fór ásamt starfsliði og íslenskum fjölmiðlamönnum í leiguflugi frá Bakú. Sá sem þetta ritar var með í för en lenti í hremmingum og var handtekinn við vegabréfseftirlitið á flugvellinum í Varsjá.
Liðið fór ásamt starfsliði og íslenskum fjölmiðlamönnum í leiguflugi frá Bakú. Sá sem þetta ritar var með í för en lenti í hremmingum og var handtekinn við vegabréfseftirlitið á flugvellinum í Varsjá.
Á öryggsmyndavél hafði náðst þegar ég smellti af mynd sem ég ætlaði að nota við stutta frétt um að íslenska liðið væri lent í Varsjá. Þar sem myndatökur eru greinilega stranglega bannaðar á þessum stað var ég fluttur í yfirheyrslu og skýrslutöku í sérstöku rými hjá landamæravörðum.
Eftir að hafa verið spurður að öllu mögulegu og ómögulegu og handskrifaðar skýrslur fylltar út urðu málalyktir þær að ég yrði laus úr haldi gegn sektargreiðslu upp á 100 pólsk slot, eða um 3.500 krónur.
Hugur minn var farinn að reika í mögulega nótt í fangageymslu eða margfalt hærri sekt svo ég tók þessu tilboði fegins hendi og lofaði bót og betrun og láta þetta mér að kenningu verða.
Það stefnir því allt í að ég geti verið viðstaddur æfingu Íslands og fréttamannafund á keppnisvellinum í morgun. Á sunnudag verður svo leikurinn mikilvægi þar sem Íslandi nægir jafntefli til að tryggja sér í umspilið fyrir HM.
Fyrst ég þurfti að eyða myndunum sem ég tók þá fékk ég að nota þessar að neðan frá Arnari Laufdal, starfsmanni KSÍ, sem smellti af nokkrum á ferðalaginu.
Athugasemdir


