Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   lau 15. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea fær eftirsóttan miðvörð eftir tvö ár
Mynd: Skjáskot
Mynd: Chelsea
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er svo gott sem búið að krækja sér í ekvadorska ungstirnið Deinner Ordónez.

Ordónez er aðeins 16 ára gamall og leikur sem miðvörður að upplagi. Hann hefur vakið mikla athygli á sér upp á síðkastið og vann Chelsea kapphlaup við stærstu félög Evrópu til að fá munnlegt samþykki frá táningnum.

Ordónez kemur úr röðum Independiente del Valle eftir 18 ára afmælisdaginn sinn. Hann mun því ganga til liðs við Chelsea í janúar 2028. Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.

Varnarmaðurinn öflugi leikur með U20 landsliði Ekvador þrátt fyrir að vera ungur að aldri. Hann á í heildina 15 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.

Fabrizio Romano greinir ekki frá neinu kaupverði í sambandi við félagaskiptin en talið er að Chelsea muni koma til með að greiða um 15 til 20 milljónir punda fyrir strákinn.

Chelsea fékk ekvadorska ungstirnið Kendry Páez úr röðum Independiente del Valle síðasta sumar eftir að hafa fest kaup á honum tveimur árum áður.

   11.09.2025 16:30
Stórlið berjast um 15 ára gamlan Ekvadora

Athugasemdir
banner