Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 14. nóvember 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill reisa styttu af Messi
Mynd: EPA
Lionel Messi sneri aftur á Camp Nou á dögunum en hann birti myndir af sér á vellinum á Instagram í myrkrinu.

Messi, sem er einn besti leikmaður sögunnar, yfirgaf Barcelona árið 2021 og gekk til liðs við PSG en það var mjög erfitt skref fyrir hann.

Messi er gríðarlega sigursæll og átti ótrúlegan tíma með Barcelona en Joan Laporta vonast til að reisa styttu af honum.

„Ég mun undirbúa hönnunina, tala við fjölskylduna og ef þau samþykkja þetta þá verður þetta að veruleika," sagði Laporta en hann vill hafa styttuna á endurbættum Camp Nou.

Athugasemdir
banner