Enzo Maresca, stjóri Chelsea, fór fögrum orðum um Moises Caicedo í hlaðvarpsviðtali við Sky Sports í dag.
Stjórinn er mjög ánægður með varnarsinnaða miðjumanninn sem hefur verið besti leikmaður Chelsea á tímablinu. Það var svo fjallað um það í dag að Chelsea gæti boðið Ekvadoranum nýjan samning til að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. Núgildandi samningur er þegar mjög langur en launin gætu hækkað.
Stjórinn er mjög ánægður með varnarsinnaða miðjumanninn sem hefur verið besti leikmaður Chelsea á tímablinu. Það var svo fjallað um það í dag að Chelsea gæti boðið Ekvadoranum nýjan samning til að verðlauna hann fyrir góða frammistöðu á tímabilinu. Núgildandi samningur er þegar mjög langur en launin gætu hækkað.
„Hann hefur gert vel. Hann er að verða þróast, verða betri á hverjum degi," segir Maresca.
„Hann er opinn fyrir nýjungum, vill læra og hjálpar liðsfélögunum í öllum leikjum. Markið sem við skoruðum gegn Tottenham kom eftir pressu hans í teig andstæðinganna því það er þannig em við reynum að pressa, pressa hátt, þannig viljum við gera um leið og við missum boltann."
„Hann er að gera frábærlega."
„Á þessum tímapunkti þá eru það hann og Rodri sem eru tveir bestu leikmennirnir í þessari stöðu," sagði Maresca.
Athugasemdir



