Íslenska U21 landsliðið mætti í gær Lúxemborg í undankeppni EM 2027. Líkt og í Laugardalnum fyrir mánuði síðan vann íslenska liðið sigur.
Lokatölur urðu 1-3 og það voru þeir Ágúst Orri Þorsteinsson, Haukur Andri Haraldsson og Eggert Aron Guðmundsson sem sáu um markaskorunina.
Lokatölur urðu 1-3 og það voru þeir Ágúst Orri Þorsteinsson, Haukur Andri Haraldsson og Eggert Aron Guðmundsson sem sáu um markaskorunina.
Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að neðan. Öll mörkin komu eftir gott spil íslenska liðsins. Benoný Breki Andrésson lagði upp fyrsta markið, Jóhannes Kristinn Bjarnason lagði upp annað markið og Ágúst Orri lagði svo upp þriðja markið.
Ísland er með átta stig eftir fyrstu fimm leikina í riðlinum. Íslandm ætir næst Eistlandi í Laugardalnum 26. mars og svo Frakklandi á útivelli 30. mars.
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. Færeyjar | 5 | 3 | 0 | 2 | 6 - 11 | -5 | 9 |
| 2. Ísland | 5 | 2 | 2 | 1 | 7 - 5 | +2 | 8 |
| 3. Sviss | 3 | 2 | 1 | 0 | 5 - 1 | +4 | 7 |
| 4. Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 12 - 1 | +11 | 6 |
| 5. Eistland | 5 | 0 | 2 | 3 | 5 - 13 | -8 | 2 |
| 6. Lúxemborg | 4 | 0 | 1 | 3 | 4 - 8 | -4 | 1 |
Athugasemdir





