Það vakti athygli í haust þegar Kristófer Leví Sigtryggsson var mættur í lið Grindavíkur í næstsíðustu umferð Lengjudeildarinnar. Gengi Grindavíkur var slæmt og falldraugurinn sveif yfir.
Matias Niemela, lánsmaður frá Vestra, varði mark liðsins í 20 fyrstu leikjum tímabilsins en hann var látinn fara og Kristófer kallaður inn.
Kristófer var hluti af leikmannahópi Grindavíkur en er í mastersnámi í Kaupmannahöfn. Hann fékk símtal frá Antoni Inga Rúnarssyni, bráðabirgðaþjálfara Grindavíkur, og svaraði kallinu.
Liðið átti leiki gegn ÍR og Njarðvík í lokaumferðunum, bæði lið að berjast í efri hlutanum. Eftir eitt stig í síðustu fjórum leikjum á undan náði Grindavík að vinna ÍR í 21. umferðinni og fór með því langt með að halda sæti sínu í deildinni.
Matias Niemela, lánsmaður frá Vestra, varði mark liðsins í 20 fyrstu leikjum tímabilsins en hann var látinn fara og Kristófer kallaður inn.
Kristófer var hluti af leikmannahópi Grindavíkur en er í mastersnámi í Kaupmannahöfn. Hann fékk símtal frá Antoni Inga Rúnarssyni, bráðabirgðaþjálfara Grindavíkur, og svaraði kallinu.
Liðið átti leiki gegn ÍR og Njarðvík í lokaumferðunum, bæði lið að berjast í efri hlutanum. Eftir eitt stig í síðustu fjórum leikjum á undan náði Grindavík að vinna ÍR í 21. umferðinni og fór með því langt með að halda sæti sínu í deildinni.
„Ég er í mastersnámi í vélaverkfræði í Danmörku, búinn að vera í því í rúmt ár. Ég er skráður í Grindavík, fór þangað 2024 til að ná mér á strik eftir að hafa farið í aðgerð á öxl. Ég fór þangað þar sem ég þekki vel til fólksins þar eftir að ég var þar tímabilið 2018," segir Kristófer Leví við Fótbolta.net.
„Tímabilið 2025 einkenndist af því að ég æfði með þeim í hvert skipti sem ég kom heim frá Danmörku í frí. Í sumarfríinu og fram að Völsungsleiknum (20. umferð) var ég hluti af liðinu eins og hver annar leikmaður."
„Fyrir þann leik flaug ég til Danmerkur, en eftir þann leik urðu þjálfarabreytingar. Ég fékk símtal frá Antoni Inga stuttu síðar og hann spurði mig einfaldlega hvort ég vildi koma heim og taka þátt í að halda liðinu uppi í síðustu tveimur leikjunum,"
„Það var engin spurning í mínum bókum þannig séð, Grindavík hefur gefið mér margt og það minnsta sem ég gat gert var að reyna launa þeim til baka. Þjálfarabreytingarnar komu á smá óvart og svo símtalið í kjölfarið."
„Lokaleikirnir tveir voru spilaðir á laugardegi. Ég flaug til landsins á miðvikudegi og svo aftur út á sunnudegi í bæði skiptin, svo ég náði alveg æfingum fyrir leikina."
„ÍR lagði mikið upp úr því að koma með fyrirgjafir, rusluðu öllum inn í teig þegar tækifæri var á löngum innköstum og í aukaspyrnum út um allan völl. Það varð enn meira af því eftir að við komumst yfir."
„Fyrir leikinn leið mér eins og við gætum unnið þá, mér fannst ekki vera pressa á mér þar sem ég var búinn að bíða eftir þessu tækifæri í nær allt sumar. En það var alveg pressa á liðinu, því tap hefði sett liðið í erfiða stöðu og róðurinn orðið erfiður."
„Upp á framhaldið að gera er ég skráður í Grindavík en ekki samningsbundinn. Þannig ég verð bara að sjá hvernig þetta verður allt saman," segir Kristófer Leví.
Hann er fæddur árið 2000, uppalinn hjá Stjörnunni og lék með 2. flokki Grindavíkur og GG tímabilið 2018. Hann hefur einnig verið hjá Fylki, ÍR, Völsungi, Gróttu og KFG á sínum ferli.
Athugasemdir



