Danski miðvörðurinn Andreas Christensen rennur út á samningi hjá Barcelona eftir tímabilið en hann vonar innilega að hann verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.
Christensen var fenginn á frjálsri sölu frá Chelsea árið 2022 og var mikilvægur hlekkur undir Xavi en meiðsli á síðustu leiktíð héldu honum frá keppni í mörgum leikjum.
Á þessari leiktíð hefur hann fallið aðeins niður goggunarröðina og aðeins byrjað þrjá deildarleiki.
Ekki er ljóst hvort hann verður áfram hjá Barcelona á næsta ári.
„Ég vona að allt gangi upp í viðræðunum hjá Barcelona því ég er ekki með varaplan. Ég veit ekki hvað mun gerast og eina sem ég get gert er að einbeita mér að spila og hjálpa liðinu. Umboðsmenn mínir munu ganga frá hinu þegar tíminn er réttur,“ sagði Christensen.
Athugasemdir




