Þúsaldarleikvangurinn í Cardiff í Wales mun hýsa úrslitaleik EM 2028 en undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn á mótinu verða á Wembley í London.
Mótið verður haldið á Bretlandseyjum og fer fram á níu leikvöngum á Englandi, Skotlandi, Wales og Írlandi. Einnig átti að spila á Norður-Írlandi en nýr þjóðarleikvangur þar verður ekki tilbúinn.
Mótið verður haldið á Bretlandseyjum og fer fram á níu leikvöngum á Englandi, Skotlandi, Wales og Írlandi. Einnig átti að spila á Norður-Írlandi en nýr þjóðarleikvangur þar verður ekki tilbúinn.
Ólíkt fyrri Evrópumótum þá þurfa gestgjafarnir að vinna sér inn þátttökurétt á mótinu. Ef þeir komast á mótið eru þeir öruggir um að spila í sínu heimalandi í riðlakeppninni.
8-liða úrslitin verða spiluð í Cardiff, Dublin, Glasgow og London.
Fimm vellir enskra úrvalsdeildarliða verða notaðir á mótinu; Etihad völlur Manchester City, Tottenham leikvangurinn, Villa Park, Hill Dickinson völlur Everton og St James' Park í Newcastle.
Athugasemdir



