Genero Gattuso, landsliðsþjálfari Ítalíu, var ekki sáttur með stuðningsmenn liðsins eftir sigur gegn Moldavíu í undankeppni HM í gær.
Ítalía var með öll völd á vellinum en náði ekki að brjóta ísinn fyrr en í lokin.
Ítalía var með öll völd á vellinum en náði ekki að brjóta ísinn fyrr en í lokin.
Ítölsku stuðningsmennirnir voru orðnir pirraðir á að bíða eftir fyrsta markinu og lét liðið heyra það.
„Mér þykir leiðinlegt að heyra frá áhorfendum í dag, söngva sem sögðu leikmönnunum að leggja hart að sér. Þetta er tími sem við verðum að standa saman. Liðið er að gera það sem það þarf að gera. Ég sætti mig ekki við það að fara á útivöll og heyra um 500 áðdáendur móðga leikmennina," sagði Gattuso.
Ítalía er með 12 mörk í plús í 2. sæti en Noregur er með 29 mörk í plús og þremur stigum meira. Liðin mætast í lokaumferðinni og það er nokkuð ljóst að Noregur er í ansi þægilegri stöðu.
Athugasemdir




