Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Swansea vill ráða þjálfara Hammarby
Mynd: Swansea AFC
Velska félagið Swansea City hefur mikinn áhuga á að ráða Kim Hellberg, þjálfara Hammarby, sem næsta stjóra félagsins en frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Swansea lét Alan Sheehan taka poka sinn í gær eftir slakt gengi á tímabilinu en það er í 18. sæti eftir að hafa tapað 4-1 gegn Ipswich á dögunum.

Sky hefur heimildir fyrir því að Swansea hafi rætt við Hellberg, þjálfara Hammarby, en hann er einn af nokkrum möguleikum sem velska félagið er að skoða.

Swansea er ekki eina félagið í enska boltanum sem hefur áhuga á Hellberg.

Stjórn Swansea mun ræða við aðstoðarmenn Sheehan í þessari viku varðandi framtíð þeirra hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner