Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fim 13. nóvember 2025 13:30
Kári Snorrason
Nígeríska landsliðið mætti ekki á æfingu út af deilum við sambandið
William Troost-Ekong, fyrirliði Nígeríu,
William Troost-Ekong, fyrirliði Nígeríu,
Mynd: EPA

Leikmenn nígeríska landsliðsins sniðgengu æfingu liðsins á þriðjudaginn vegna ógreiddra dagpeninga og bónusa. 

Málið hefur nú verið afgreitt af hálfu beggja aðila og segir William Troost-Ekong, fyrirliði Nígeríu, í færslu á samfélagsmiðlinum X að málinu væri lokið og full einbeiting væri á komandi leiki liðsins.

Nígería mætir Gabon síðdegis í dag í undankeppni HM. Liðið er í öðru sæti í riðlinum, einu stigi frá toppliði Suður-Afríku. 



Athugasemdir
banner