Leikmenn nígeríska landsliðsins sniðgengu æfingu liðsins á þriðjudaginn vegna ógreiddra dagpeninga og bónusa.
Málið hefur nú verið afgreitt af hálfu beggja aðila og segir William Troost-Ekong, fyrirliði Nígeríu, í færslu á samfélagsmiðlinum X að málinu væri lokið og full einbeiting væri á komandi leiki liðsins.
Nígería mætir Gabon síðdegis í dag í undankeppni HM. Liðið er í öðru sæti í riðlinum, einu stigi frá toppliði Suður-Afríku.
Issue RESOLVED. Outstanding financials cleared and on ground. Team is UNITED and focussed as before on representing NIGERIA with our maximum for the games ahead! ???????? @NGSuperEagles
— William Troost-Ekong (M.O.N) (@WTroostEkong) November 12, 2025
Athugasemdir


