Ísland vann dýrmætan sigur gegn Aserbaísjan ytra í undankeppni HM í kvöld. Sigurinn þýðir að leikurinn gegn Úkraínu um helgina er úrslitaleikur um sæti í umspili á HM.
Íslenska liðið átti góðan leik í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Liðið gaf nokkur færi á sér en náði að halda hreinu.
Íslenska liðið átti góðan leik í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var ekki eins góður. Liðið gaf nokkur færi á sér en náði að halda hreinu.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Sýn Sport, hefur áhyggjur af varnarleik liðsins fyrir leikinn gegn Úkraínu.
„Þetta er hörkugott lið. Vandamálið er varnarlega. Við megum ekki gera svona mistök eins og í dag. Við erum að sjá mistök þar sem við erum að missa leikmenn inn fyrir okkur. Gulli er sofandi, á móti sterkari liðum er þér refsað. Það á að nota svona leiki til að æfa sig í þessu. Þú verður alltaf að vera 100%. Það er áhyggjuefni að sjá menn slökkva á sér í svona leikjum," sagði Lárus í umfjöllun Sýnar Sport eftir leikinn.
Athugasemdir


