Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   mið 12. nóvember 2025 21:39
Brynjar Ingi Erluson
Evrópubikarinn: Tap hjá Vigdísi Lilju
Kvenaboltinn
Mynd: Anderlecht
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og stöllur hennar í Anderlecht töpuðu fyrir Austria Vín, 1-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarsins í Belgíu í kvöld.

Blikinn byrjaði á tréverkinu hjá Anderlecht en kom inn á í hálfleik í þessu nauma tapi.

Hin 19 ára gamla Almedina Sisic skoraði sigurmark Austria á lokamínútunum.

Síðari leikurinn er spilaður í Vín í næstu viku en sigurvegarinn fer áfram í 8-liða úrslit og mætir þar Spörtu Prag eða Young Boys.

Glasgow City og Sporting gerðu þá 1-1 jafntefli í Skotlandi. Pólska landsliðskonan Natalia Wrobel skoraði mark Glasgow á 20. mínútu en Telma Encarnacao jafnaði þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.

Úrslit og markaskorarar:

Anderlecht 0 - 1 Austria Vín
0-1 Almedina Sisic ('86 )

Glasgow City 1 - 1 Sporting
1-0 Natalia Wrobel ('20 )
1-1 Telma Encarnacao ('75 )
Athugasemdir
banner