banner
   lau 15. nóvember 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja Olise sem arftaka fyrir Salah
Powerade
Mynd: Bayern München
Mynd: EPA
Mynd: EPA
BBC hefur tekið slúðurpakka dagsins og birtist hann hér í boði íþróttadrykksins Powerade. Í laugardagspakkanum má finna ýmsa áhugaverða orðróma um leikmenn á borð við Michael Olise, Karim Adeyemi og Kees Smit.


Liverpool lítur á Michael Olise, 23 ára kantmann FC Bayern, sem mögulegan arftaka fyrir Mohamed Salah, 33. Englandsmeistararnir eru tilbúnir til að borga hátt verð fyrir franska landsliðsmanninn. (Fichajes)

Arsenal er með í kapphlaupinu um Karim Adeyemi, 23 ára framherja Borussia Dortmund. Manchester United hefur einnig áhuga á leikmanninum sem er sagður vera óánægður hjá Dortmund. (Teamtalk)

AZ Alkmaar vill rúmlega 22 milljónir punda til að selja Kees Smit í janúar. Newcastle, Real Madrid, Barcelona og FC Bayern eru öll sögð vera áhugasöm. (Sky Sports)

PSG vill krækja í Vinícius Júnior, 25 ára, á frjálsri sölu þegar hann rennur út á samningi hjá Real Madrid sumarið 2027. (Fichajes)

Gabriel Jesus, meiddur framherji Arsenal, vill snúa aftur til Palmeiras í framtíðinni. Hann er 28 ára og hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár. (Mirror)

Newcastle vill fá James Trafford, 23, til sín í janúar þar sem hann er ekki að spila hjá Manchester City þrátt fyrir að hafa verið keyptur til félagsins síðasta sumar. City borgaði tæpar 30 milljónir punda til að kaupa Trafford aftur til sín eftir að hafa selt hann fyrir tæpar 20 milljónir sumarið 2023. (Teamtalk)

Liverpool og Juventus hafa áhuga á kantmanninum Serge Gnabry, 30, sem rennur út á samningi hjá FC Bayern næsta sumar. (Bild)

Man City, Liverpool og Tottenham fylgjast náið með Antoine Semenyo, 25 ára kantmanni Gana og Bournemouth sem hefur verið að gera magnaða hluti. Félögin gætu gert heiðarlega tilraun til að kaupa hann í janúar en ekki er talið líklegt að Bournemouth vilji missa sinn besta mann á miðju tímabili, sérstaklega eftir að hafa misst nokkra lykilmenn úr sínum röðum í sumar. (Sky Sports)

Liverpool hefur líka áhuga á Dayot Upamecano, 27 ára miðverði Bayern og franska landsliðsins sem rennur út á samnigi næsta sumar. (Metro)

Fabian Schär, 33 ára varnarmaður Newcastle og svissneska landlsiðsins, gæti skipt yfir í þýsku deildina þegar hann rennur út á samningi næsta sumar. (Florian Plettenberg)

Juventus hefur áhuga á 18 ára miðjumanni Lille sem heitir Ayyoub Bouaddi. Franska félagið vill um 40 milljónir evra fyrir og ólíklegt að Juve treysti sér til að borga svo mikið fyrir ungan leikmann. (Corriere dello Sport)

Það eru miklar breytingar í gangi innan herbúða Leicester City og er félagið í leit að mönnum til að fylla í ýmsar stjórnunarstöður. Eigendur félagsins vilja sérstaklega bæta njósnaranet og innkaupastefnu félagsins. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner