Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   sun 16. janúar 2022 14:40
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Stoke hélt hreinu annan leikinn í röð
Hull City 0 - 2 Stoke City
0-1 Jacob Brown ('22 )
0-2 Tom Ince ('50 )

Stoke City lagði Hull City, 2-0, í ensku B-deildinni í dag. Phil Jagielka kom beint inn í byrjunarliðið en hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins í gær.

Jacob Brown fékk gefins mark strax á 22. mínútu. Sam Clucas fékk allan tímann í heiminum til að koma boltanum fyrir markið og var Brown einn og óvaldaður í teignum. Eftirleikurinn var auðveldur.

Jagielka var nálægt því að skora í fyrsta leik stuttu síðar en skalli hans var varinn yfir markið.

Tom Ince gerði annað mark Stoke í byrjun síðari hálfleik. Aftur fékk Clucas nægan tíma til að finna Ince sem lét vaða með vinstri og staðan 2-0.

Hull gerði sig aldrei líklegt til að koma sér inn í leikinn og auðveldur sigur Stoke staðreynd en liðið er nú í 8. sæti með 38 stig.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 18 13 4 1 50 18 +32 43
2 Middlesbrough 18 9 6 3 24 19 +5 33
3 Millwall 18 9 4 5 22 25 -3 31
4 Stoke City 18 9 3 6 26 14 +12 30
5 Preston NE 18 8 6 4 25 19 +6 30
6 Bristol City 18 8 5 5 26 20 +6 29
7 Ipswich Town 18 7 7 4 30 19 +11 28
8 Birmingham 18 8 4 6 27 20 +7 28
9 Hull City 18 8 4 6 30 30 0 28
10 Wrexham 18 6 8 4 23 20 +3 26
11 Derby County 18 7 5 6 25 25 0 26
12 West Brom 18 7 4 7 20 22 -2 25
13 QPR 18 7 4 7 22 28 -6 25
14 Southampton 18 6 6 6 28 25 +3 24
15 Watford 18 6 6 6 24 23 +1 24
16 Leicester 18 6 6 6 22 23 -1 24
17 Charlton Athletic 18 6 5 7 18 23 -5 23
18 Blackburn 18 6 3 9 18 23 -5 21
19 Sheffield Utd 18 6 1 11 20 28 -8 19
20 Oxford United 18 4 6 8 20 25 -5 18
21 Swansea 18 4 5 9 18 27 -9 17
22 Portsmouth 18 4 5 9 15 25 -10 17
23 Norwich 18 3 4 11 19 29 -10 13
24 Sheff Wed 18 1 5 12 14 36 -22 -10
Athugasemdir