Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 16. mars 2019 16:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn B-deild: Kórdrengur unnu í ótrúlegum leik
Daníel Gylfason skoraði sigurmark Kórdrengja. Hér er hann í leik með Keflavík.
Daníel Gylfason skoraði sigurmark Kórdrengja. Hér er hann í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net
Sindri 3 - 4 Kórdrengir
0-1 Örvar Þór Sveinsson ('17)
0-2 Guðmundur Atli Steinþórsson ('36)
0-3 Magnús Þórir Matthíasson ('48, víti)
1-3 Mate Paponja ('76)
2-3 Mykolas Krasnovskis ('79)
3-3 Mate Paponja ('82, víti)
3-4 Daníel Gylfason ('84)
Rautt spjald: Örvar Þór Sveinsson, Kórdrengir ('73)

Kórdrengir unnu Sindra í rosalegum leik í B-deild Lengjubikarsins fyrr í dag. Leikurinn var á Leiknisvelli.

Kórdrengir, sem ætlar sér stóra hluti í 3. deildinni í sumar, byrjuðu af krafti og voru komnir 3-0 yfir í byrjun seinni hálfleiks. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Það var þriðja mark Kórdrengja.

Á 73. mínútu fékk Örvar Þór Sveinsson, sem hafði skorað fyrsta mark leiksins, að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Við það breyttist leikurinn og náði Sindri að jafna metin í 3-3 á örskömmum tíma.

Það voru hins vegar Kórdrengir sem náðu í stigin þrjú. Daníel Gylfason skoraði sigurmarkið á 84. mínútur og sigur Kórdrengja niðurstaðan í þessum magnaða leik.

Kódrengir eru með sex stig eftir þrjá leiki. Sindri hefur náð í þrjú stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner