Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   fös 16. apríl 2021 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi skorað fimm mörk eða meira gegn fimm liðum
Gylfi Þór Sigurðsson er að eiga mjög fínt tímabil með Everton.

Gylfi skoraði tvennu í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Gylfi er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en hann spilaði fyrir félagið frá 2012 til 2014. Honum finnst greinilega ekki leiðinlegt að spila gegn sínum gömlu félögum. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í 5-4 sigri Everton á Spurs í bikarnum.

Þessi frábæri leikmaður er núna búinn að skora fimm mörk eða meira gegn fimm liðum á ferlinum. Hann er búinn að skora mest gegn Chelsea og Tottenham.

Það er Squawka sem segir frá þessu en hér að neðan má sjá hvaða fimm lið þetta eru.


Athugasemdir
banner
banner