sun 16. maí 2021 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stóra stundin í Gautaborg í kvöld - Chelsea mætir Barca
Barcelona fór í úrslit fyrir tveimur árum
Barcelona fór í úrslit fyrir tveimur árum
Mynd: Getty Images
Á Gamla Ullevi vellinum mætast Chelsea og Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

Chelsea sló Bayern Munchen úr leik í undanúrslitum og Barcelona sló út PSG.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og mun nýtt nafn vera ritað á bikarinn.

Barcelona og Chelsea hafa aldrei unnið keppnina. Lyon hafði unnið keppnina fimm ár í röð en féll í ár út gegn PSG í 8-liða úrslitum.

Barcelona komst í úrslitaleikinn árið 2019. Keppnin fór fyrst fram tímabilið 2001/2.

Sigurvegarar í keppninni:
Lyon - 7x
FFC Frankfurt - 4x
Wolfsburg - 2x
Turbine Potsdam - 2x
Umeå - 2x
Arsenal - 1x
Duisburg - 1x
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner