Michail lenti í hræðilegu bílslysi fyrir sex mánuðum og var mikil lukka að hann lét ekki lífið. Hann brotnaði illa en er nú byrjaður að ganga og er í stífri endurhæfingu.
„Mig langar að segja takk, því án ykkar þá væri ég klárlega ekki hér," sagði Antonio í útvarpsþætti BBC þar sem með honum voru sjúkraflutningamenn sem höfðu komið fyrstir að slysstaðnum.
„Mig langar að segja takk, því án ykkar þá væri ég klárlega ekki hér," sagði Antonio í útvarpsþætti BBC þar sem með honum voru sjúkraflutningamenn sem höfðu komið fyrstir að slysstaðnum.
„Þið björguðuð lífi mínu og eruð því einfaldlega hetjurnar mínar."
Antonio man ekki eftir bílslysinu, hann var fastur í Ferrari bifreið sinni þar til sjúkraflutningarmenn komu að honum.
„Ég man ekki eftir andlitunum þeirra. Það er klikkun miðað við hversu mikilvægir þið voruð mér."
Sjúkraflutningarmennirnir vissu hver Antonio var þar sem treyja með nafni Antonio var í farþegasætinu. Antonio spurði hvort að hann hefði talað eftir bilslysið.
„Þú endurtókst þig mikið, en það gerist eftir höfuðhögg. Við spurðum þig út í fótboltann, hver stjórinn væri, hvort þú værir að njóta boltans. Þú talaðir sem var hughreystandi fyrir okkur."
Antonio var settur á sjúkrabörur og borinn í sjúkrabíl. Veðrið var vont svo það var ekki hægt að fljúga sjúkraþyrlu.
Hér má lesa greinina á vef BBC í heild sinni
Athugasemdir