Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 06:00
Victor Pálsson
Adrian: Forréttindi að vera hér
Mynd: Getty Images
Adrian, markvörður Liverpool, skrifaði í gær undir nýjan samning við enska félagið sem gildir til tveggja ára.

Adrian er varamarkvörður Liverpool en samningur hans við félagið átti að renna út í lok mánaðar.

Þessi fyrrum markvörður West Ham kom til Liverpool fyrir tveimur árum og mun keppa við Caoimhin Kellher um varamarkvarðarstöðuna hjá enska félaginu.

Alisson Becker er markvörður númer eitt hjá Liverpool en Adrian er sjálfur afar glaður með nýja samninginn.

„Ég er hæstánægður. Ég verð glaður áfram hjá þessu félagi. Þetta eru verðlaun frá félaginu fyrir vinnuna sem ég hef lagt á mig undanfarin tvö ár," sagði Adrian.

„Ég er þakklátur félaginu og þjálfaranum fyrir traustið. Það er ánægjulegt að halda áfram í Liverpool - þetta er svo stórt félag."

„Þetta er fjölskylduklúbbur og það er sérstakt fyrir hvaða leikmann sem er að vera hér. Það eru forréttindi."
Athugasemdir
banner
banner