Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 18:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rob Page er sigurvegari dagsins - „Þetta er svo ekta"
Rob Page.
Rob Page.
Mynd: EPA
Wales er í góðum málum.
Wales er í góðum málum.
Mynd: EPA
Rob Page, landsliðsþjálfari Wales, er sigurvegari dagsins á Evrópumótinu.

Wales er í frábærum málum í A-riðli Evrópumótsins eftir sigur gegn Tyrklandi í dag. Frammistaðan var frábær með Gareth Bale fremstan í flokki.

Það gekk mikið á í aðdraganda mótsins hjá Wales. Ryan Giggs, þjálfari liðsins, stendur í málaferlum. Hann var ákærður fyrir að ráðast á tvær konur. Áðurnefndur Page var ráðinn stuttu fyrir mót til að stýra liðinu á mótinu.

Page er fyrrum U21 landsliðsþjálfari Wales og starfaði hann sem aðstoðarþjálfari Giggs með Wales frá 2019. Hann er fyrrum þjálfari Port Vale og Northampton í ensku neðri deildunum.

„Þetta er hræðilegt mál og í alla staði eru mál Ryan Giggs hræðileg. Hann er enn þjálfari liðsins því það er ekki búið að dæma í málinu. Rob Page tekur við og hann er með mikinn stuðning leikmanna. Hann er svo ekta, hann er bara hann sjálfur. Þetta er svo einfalt og skýrt. Fyrir mér er Rob Page sigurvegari því aðstæðurnar, allur undanfari að mótinu er gríðarlega erfiður. Þetta er ekta náungi," sagði Freyr Alexandersson á Stöð 2 Sport EM.

Hver er Kieffer Moore?
Page er svo sannarlega að ná því besta úr leikmönnum Wales og þetta er mikil liðsheild.

„Þetta er liðsheild, dagsformið og samvinnan. Þegar þú ert ekki með bestu leikmennina í mótinu - sem Wales er svo sannarlega ekki með þó þeir séu með töframann í Gareth Bale - þá þarftu að fá það besta út úr öllum. Þeir eru að gera það; hver er Kieffer Moore? Hann er bara að spila eins og kóngur á þessu móti. Hann er fullkominn fyrir þetta lið," sagði Freyr.

„Svo eru þeir með Joe Allen, sem átti að vera stjarna en hans ferill hefur verið þvílík vonbrigði. Hann er bara að spila eins og kóngur. Við erum með einhverja 1. deildar hafsenta í Englandi og þeir spila eins og Ramos og Varane. Svo ertu með varamarkvörð Leicester... þetta er svo ekta."

Moore er hávaxinn sóknarmaður Cardiff sem vinnur hvern skallaboltann á fætur öðrum. Hann er að slá í gegn á þessu móti.

Wales komst í undanúrslit á EM 2016, en hvað gera þeir í sumar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner