Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 16. júní 2022 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wijnaldum 'flopp' ársins í Frakklandi
Georginio Wijnaldum.
Georginio Wijnaldum.
Mynd: EPA
Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum var fær útnefninguna ‘flopp’ ársins í Frakklandi eftir slakt tímabil með Paris Saint-Germain.

Wijnaldum vildi ekki skrifa undir nýjan samning við Liverpool og yfirgaf félagið á frjálsri sölu. Hann fór til PSG, en þar gekk ekkert upp hjá kauða.

Hann er óvinsæll hjá stuðningsfólki Parísarfélagsins og er sagður á förum eftir aðeins eitt tímabil. PSG vill selja hann í sumar.

Það eru almenningur og ákveðnir sérfræðngar sem kjósa um þessi verðlaun en með þeim er verið að velja þann leikmann sem veldur mestum vonbrigðum í frönsku úrvalsdeildinni. Wijnaldum vann verðlaunin með yfirburðum.

Wijnaldum vann bæði ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool áður en hann ákvað að halda til Frakklands. Það er ákvörðun sem hann er sagður sjá eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner