Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 16. júní 2024 15:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Blikar gengu frá Þrótturum í seinni hálfleik
Kvenaboltinn
Agla María Albertsdóttir
Agla María Albertsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 3 - 0 Þróttur R.
1-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('50 )
2-0 Agla María Albertsdóttir ('57 )
3-0 Karitas Tómasdóttir ('59 )
Lestu um leikinn


Topplið Breiðabliks lagði botnlið Þróttar í Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í dag.

Eftir markalausan fyrri hálfleik gerðu Blikar út um leikinn á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Andrea Rut Bjarnadóttir kom Blikum yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Agla María var aftur á ferðinni stuttu síðar þeegar hún tók hornspyrnu en boltinn fór af Jelenu Tinnu Kujundzic leikmanni Þróttar og í netið.

Karitas Tómasdóttir gerði svo út um leikinn þegar Mollee Swift markvörður Þróttar kom langt út á móti henni og Karítas komst ein á móti auðu markinu og eftir leikurinn auðveldur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner