Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 16. júlí 2020 18:48
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FHingar Facebook 
Logi Ólafs býst við toppbaráttu: Hefði annars ekki sagt já
Logi var síðast við stjórnvölinn hjá Víkingi R. 2017 og 2018 en náði ekki góðum árangri í efstu deild.
Logi var síðast við stjórnvölinn hjá Víkingi R. 2017 og 2018 en náði ekki góðum árangri í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag var staðfest að Logi Ólafsson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari hjá FH eftir að Ólafur Kristjánsson samþykkti samningstilboð frá Esbjerg í Danmörku.

Logi Ólafs býr yfir mikilli reynslu úr íslenska boltanum og verður Eiður Smári Guðjohnsen aðalþjálfari með honum. Þetta er í annað sinn sem Logi tekur við FH eftir að hafa náð frábærum árangri með félaginu 2000 og 2001. Þá rúllaði FH yfir 1. deild og endaði svo í þriðja sæti í gömlu úrvalsdeildinni.

„Það er bara býsna vel orðað hjá þér," svaraði Logi þegar hann var spurður hvort hann sé ekki kominn aftur heim.

„Ráðninguna bar brátt að og gekk hún mjög vel. Það kom í ljós að Ólafur væri að róa á önnur mið og við tökum við mjög góðu og faglegu búi frá honum. Þetta gerðist bara þannig að ég fékk SMS í fyrrakvöld, við hittumst svo í gær og kláruðum þetta í morgun.

„Ég verð að viðurkenna á mig þann glæp að ég hef oft lýst því oft yfir að ég sé hættur en þegar þetta kall kom var ég aldrei í vafa. Ég tilheyri þessu félagi og það er frábært að fá Eið Smára með mér í þetta. Það er ferlega mikilvægt að hafa svona mann með sér sem á einhverja bestu sögu innan fótboltans á Íslandi hvað leikmannaferil varðar. Hann er, eins og allir vita, klókur fótboltamaður og á auðvelt með að koma hlutunum frá sér. Við hugsum þetta mjög svipað og höfum unnið saman áður, bæði í fótbolta og öðru."


FH er aðeins með sjö stig eftir fimm umferðir í Pepsi Max-deildinni og á laugardaginn er útileikur gegn Fjölni. Logi býst ekki við öðru en að FH verði í toppbaráttunni þegar líður á Íslandsmótið.

„Við höfum ekki mikinn tíma þar sem síðasta æfing fyrir leik er á morgun. Við teljum okkur geta blásið meira lífi í liðið. Íslandsmótið byrjaði vel og svo komu svona hikst leikir. Það var virkilega góður leikur sem ég horfði á á móti Breiðabliki.

„Ég hef fulla trú á að liðið geti verið í toppbaráttu, annars hefði ég ekki sagt já við þessu starfi."



Athugasemdir
banner
banner
banner