Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. ágúst 2019 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-deildin: Haukar náðu í stig á Akureyri
Mynd: Hulda Margrét
Mynd: Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórum leikjum var að ljúka í Inkasso-deild karla þar sem fallbaráttulið Hauka sótti stig á Akureyri, gegn toppbaráttuliði Þórs.

Aron Freyr Róbertsson skoraði úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og leiddu Haukar 0-1 í leikhlé.

Þórsarar juku sóknarþungan sem tók að líða á leikinn og kom Rick Ten Voorde knettinum tvisvar í netið en ekki dæmt gilt. Þá björguðu Haukar einnig á marklínu og virtist jöfnunarmark heimamanna aldrei ætla að koma.

Það kom þó að lokum, þegar Rick skoraði úr vítaspyrnu á 88. mínútu. Nær komust Þórsarar ekki og eru þeir þremur stigum á eftir toppliði Fjölnis sem gerði jafntefli við Gróttu.

Þór 1 - 1 Haukar
0-1 Aron Freyr Róbertsson ('24)
1-1 Rick Ten Voorde ('88)

Það gerðist ekki mikið í tíðindalitlum leik í Grafarvogi. Það var afar lítið um færi en Fjölnismenn komust nálægt því að tryggja sér sigurinn undir lokin. Hákon Rafn Valdimarsson í marki Gróttu varði þó meistaralega og hélt markinu hreinu.

Fjölnir stefnir beint aftur upp í Pepsi Max-deildina og er með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Grótta er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir.

Fjölnir 0 - 0 Grótta

Leiknir R. er í fjórða sæti eftir góðan sigur á Þrótti R. í Reykjavíkurslag.

Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom heimamönnum yfir snemma leiks eftir aukaspyrnu frá Ingólfi Sigurðssyni. Heimamenn vildu fá vítaspyrnu síðar í hálfleiknum og komust bæði lið nálægt því að skora en staðan 1-0 í hálfleik.

Rafael Victor var líflegur og komst nálægt því að skora fyrir gestina og lagði hann upp jöfnunarmarkið á 67. mínútu. Hann sendi þá boltann á Lárus Björnsson sem gerði vel að hrista varnarmann af sér og klára færið.

Leiknismenn tóku öll völd á vellinum eftir jöfnunarmarkið þó Þróttarar væru enn hættulegir í skyndisóknum. Sóknarþungi heimamanna skilaði sér með sigurmarki á 89. mínútu, þegar Ernir Bjarnason skoraði eftir laglega fyrirgjöf frá Kristjáni Páli Jónssyni. Ernir byrjaði sóknina með því að vinna boltann ofarlega á vellinum.

Meira var ekki skorað og verðskuldaður sigur Leiknismanna staðreynd. Leiknir er þremur stigum frá öðru sæti deildarinnar á meðan Þróttur siglir lygnan sjó í neðri hlutanum.

Leiknir R. 2 - 1 Þróttur R.
1-0 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('11)
1-1 Lárus Björnsson ('67)
2-1 Ernir Bjarnason ('89)

Að lokum var spennandi viðureign Keflavíkur og Víkings Ó. á dagskrá í Reykjanesbæ.

Þar kom Adolf Mtasingwa Bitegeko heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu en Harley Willard fékk vítaspyrnu skömmu síðar og jafnaði fyrir gestina.

Þetta var mikill baráttuleikur en það voru heimamenn sem gerðu næsta mark. Dagur Ingi Valsson skoraði þá glæsilegt mark eftir laglegt einstaklingsframtak.

Meira var ekki skorað og lokatölur 2-1. Liðin eru á svipuðu róli um miðja Inkasso-deild, sjö stigum frá toppbaráttunni.

Keflavík 2 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Adolf Mtasingwa Bitegeko ('23, víti)
1-1 Harley Willard ('30, víti)
2-1 Dagur Ingi Valsson ('71)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner