Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 16. ágúst 2019 11:54
Elvar Geir Magnússon
Pochettino: Eriksen gæti farið
Christian Eriksen.
Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ekki vita hvort danski miðjumaðurinn Christian Eriksen verði áfram hjá félaginu þegar Evrópuglugganum verður lokað.

Pochettino segir að Eriksen hafi æft vel í vikunni og gæti byrjað gegn Manchester City í síðdegisleiknum á morgun.

„Ég veit ekki hvort hann verði hér áfram eftir gluggalok," segir Pochettino.

„Mitt verkefni er að aðstoða alla leikmenn og styðja þá á meðan þeir eru hér. Þar til þeir ákveða kannsi að fara aðra leið á ferlinum."

Eriksen kom inn af bekknum þegar Tottenham var í vandræðum gegn Aston Villa í fyrstu umferð. Innkoma hans var lykillinn að endurkomu Tottenham sem vann 3-1 sigur.

Eriksen hefur ekki farið leynt með það að hann vilji takast á við nýjar áskoranir á ferli sínum og talað hefur verið um að draumur hans sé að spila í La Liga á Spáni. Samningur hans við Tottenham rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner